Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   lau 18. júní 2016 19:37
Magnús Már Einarsson
Stade Velodrome
Aron: Áfram gakk!
Icelandair
Aron liggur á vellinum í dag.
Aron liggur á vellinum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var öfugt við Portugal leikinn. Við unnum þar 1-1 en töpuðum í dag 1-1," sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, eftir 1-1 jafntefli gegn Portúgal í kvöld.

Ungverjar jöfnuðu undir lok leiksins en Ísland var aðeins nokkrum mínútum frá því að landa sínum fyrsta sigri á EM.

„Ungverjarnir áttu stigið skilið. Þeir voru betri en við og við áttum okkur á því. Það var svekkjandi að vera búnir að verjast svona lengi og fá á sig kæruleysis mark," sagði Aron en engan bilbug er að finna á landsliðsmönnum eftir leikinn í kvöld.

„Það er bara áfram gakk. Við eigum mikilvægan leik á miðvikudag (gegn Austurríki). Núna fer tíminn í að borða nógu andskoti mikið af kölvetnum og hlaða batteríin. Þetta er ennþá í okkar höndum, við áttum okkur á því, en við þurfum að vinna þann leik."

Aron óttast ekki að það verði erfitt fyrir liðið að rífa sig upp eftir svekkelsið í kvöld.

„Nei, nei. Við þurftum að koma okkur niður á jörðina eftir Portúgal leikinn og við þurfum að rífa okkur í gang eftir þennan leik. Við erum með það mikla reynslu að það verður ekkert mál."

„Ég held að við séum í ágætis standi en við þurfum að gera betur sóknarlega séð á móti Austurríki. Við getum ekki varist í 90 mínútur á móti þeim."
Athugasemdir
banner
banner
banner