Nú er nýlokið leik Íslands og Austurríkis á EM. Ísland vann sögulegan og stórfenglegan sigur 2-1. Hér eru einkunnir eftir leik.
Hannes Þór Halldórsson 8
Stálheppinn að kosta ekki mark snemma leiks þegar hann gerði slæm mistök en hann lét þau ekki hafa nein áhrif á sjálfstraustið. Átti magnaða vörslu í seinni hálfleik.
Birkir Már Sævarsson 8
Birkir sinnti sínu varnarlega eins og á að gera það.
Kári Árnason 9 - MAÐUR LEIKSINS
Bjargaði nokkrum sinnum á stórkostlegan hátt. Var sigraður þegar Schöpf skoraði en þess utan lék hann eins og sannur stríðsmaður.
Ragnar Sigurðsson 9
Eins og margoft hefur komið fram þá hefur Ragnar átt frábært Evrópumót og hann heldur bara uppteknum hætti.
Ari Freyr Skúlason 8
Fékk dæmt á sig eitt víti en hefði átt að fá tvö dæmd á sig. Steig samt hrikalega
Aron Einar Gunnarsson 8
Flott fyrirliðaframmistaða. Manni líður svo miklu betur þegar Aron Einar er inni á fótboltavellinum.
Gylfi Þór Sigurðsson 8
Var í erfiðu hlutverki en var öflugur og skilaði sínu.
Jóhann Berg Guðmundsson 8
Nálægt því að skora mark mótsins í upphafi leiks. Átti mjög góða spretti og í raun bara þrusuflottan leik.
Birkir Bjarnason 8
Nýttist gríðarlega vel þegar þreyta var komin í liðið. Þvílíkur dugnaður.
Kolbeinn Sigþórsson 7
Lætur alltaf hafa fyrir sér og er erfiður viðureignar.
Jón Daði Böðvarsson 8
Þarf að fá sér nýtt lunga á morgun og gerir það með bros á vör. Skoraði mark Íslands
Varamenn:
Theodór Elmar Bjarnason 9
Stórkostleg innkoma og stoðsending í sigurmarkinu.
Athugasemdir