Kári Árnason var maður leiksins gegn Austurríki í dag þegar Ísland skráði sig í sögubækurnar með 2-1 sigri á Austurríki.
Hann sat fyrir svörum fréttamanna eftir leik og segir hann þetta vera ólýsanlega góð tilfinning.
Hann sat fyrir svörum fréttamanna eftir leik og segir hann þetta vera ólýsanlega góð tilfinning.
„Þetta er ólýsanlegt, að gera þetta með bestu vinunum er frabært, það er þannig sem öllum i liðinu liður, við erum svo þéttur hópur og samheldnin er ótruleg svo þetta er extra skemmtilegt við hliðina á þeim og með þessa stuðningsmenn.
Hann hrósaði stuðningsmönnum Íslands vel eftir leikinn.
„Tíu þúsund mans frá Íslandi er náttúrulega geðveikt."
„Þetta er eins og að vera með fjölskylduna sína á leiknum, maður þekkir 50% af þeim sem eru í stúkunni. Maður hefur séð þá áður á leikjum," sagði Kári.
Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.
FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir