Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   mið 22. júní 2016 19:18
Jóhann Ingi Hafþórsson
Skrifar frá Paris
Heimir. Breytum þjóðhátíðardeginum úr 17. júní í 22. júní
Icelandair
Íslendingar fagna þegar sigurinn var í höfn.
Íslendingar fagna þegar sigurinn var í höfn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson var að sjálfsögðu kampakátur eftir 2-1 sigurinn á Austurríki í dag.

Sigurinn þýddi að Ísland komst í 16-liða úrslit á EM og mætir þar Englandi á mánudaginn.

Hann var spurður hvað sigurinn og að komast í 16 liða úrslit þýddi fyrir Ísland.

„Við skiptum þjóðhátíðardeginum úr 17. júní í 22 júní eftir þetta," sagði hann léttur.

„Ég held að allir sem horfðu á leikinn sáu hvað þetta þýddi fyrir okkur. Við vorum til í að fórna öllu fyrir sigurinn."

„Mig langar að hrósa Austurriki og þjalfaranum þeirra. Þeir börðust og skoruðu gott mark og við vorum stundum heppnir en sýndum frábæran styrk þegar það voru margir þreyttir hjá okkur."

„Við spilum nánast alltaf á sama lliði svo það voru margir þreyttir. Við misstum aðeins frumkvæðið eftir góða byrjun og við gafum Austurríki botann of auðveldlega. Við unnum í lokin en þetta var rússibani," sagði Heimir síðan.

Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner
banner
banner