Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   mið 22. júní 2016 20:06
Magnús Már Einarsson
Skrifar frá Paris
Arnór Ingvi: Fór í semi blackout
Icelandair
Arnór fagnar sigumarkinu.
Arnór fagnar sigumarkinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmark íslenska landsliðsins gegn Austurríki í kvöld. Arnór segir erfitt að lýsa tilfinningunni eftir að hann skoraði markið.

„Ég held að ég hafi farið í semi blackout. Þetta var svo súrrealískt. Þetta var þvílíkt stórt augnablik. Maður sá 20 manns af bekknum koma hlaupandi að mér og þetta var frábært," sagði Arnór eftir leikinn í kvöld.

Flautað var til leiksloka eftir markið. „Ég var inn í þessari þvögu og svo leit maður í kringum sig og sá að leikurinn var búinn," sagði Arnór en hvernig var markið sjálft frá hans sjónarhorni?

„Ég sé Elmar fá boltann úti á hægri vængnum. Við erum þrír á einn og ég hugsaði að ég yrði að taka þetta hlaup. Hann var óeigingjarn og renndi boltanum á mig svo ég þakka honum fyrir markið."

Arnór var í kvöld að spila sínar fyrstu mínútur á mótinu.

„Ég er þolinmóður á bekknum og bíð eftir mínum mínútum. Ég er alltaf tilbúinn og reyni að nýta þetta eins vel og ég get," sagði Arnór.

Mark Arnórs varð til þess að Ísland endaði í 2. sæti í F-riðli en ekki 3. sæti. Það þýðir að Ísland mætir Englandi í 16-liða úrslitunum á mánudag en ekki Króatíu á laugardag.

„Þetta eru tveir mikilvægir dagar sem við fáum í hvild, sérstaklega fyrir leikmenn sem hafa spilað rosalega mikið. Við þurfum að hafa lappirnar á jörðinni og byrja að fókus á England núna," sagði Arnór.
Athugasemdir
banner
banner
banner