Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
banner
   mið 22. júní 2016 20:11
Jóhann Ingi Hafþórsson
Skrifar frá Paris
Aron Einar: Fór í eitthvað „zone" og ég man ekki neitt
Icelandair
Aron Einar fagnar í leikslok.
Aron Einar fagnar í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliðinn, var að sjálfsögðu mjög kátur eftir 2-1 sigurinn á Austurríki í dag.

Með sigrinum tryggði liðið sér sæti í 16-liða úrslitunum á EM. Hann segir þetta vera stærsta augnablikið á ferlinum.

„Já, algjörlega, það er búið að tala um þetta heillengi og þetta verður alltaf mikilvægari og mikilvægari leikir. Við settum okkur þau háleitu markmið að ætla áfram og við földum okkur ekki á bakvið það.vÞví markmiði var náð en núna er það bara næsta markmið og það verður virkilega erfitt. Við vitum að það verður á mánudaginn gegn Englandi, þeir hafa verið að spila flottan fótbolta þannig þetta verður eitthvað"

Hann segir England vera drauma mótherja enda enska deildin sú allra vinsælasta hér á landi.

„Við vitum þeirra sögu í úrslitakeppnum og allir íslendingar horfa á ensku Úrvalsdeildina, það er okkar deild. Það þekkja allir leikmennina sem við erum að spila við og það verður extra gaman að mæta Englendingunum því ég hef aldrei spilað við England."

Aron var spurður hvernig honum leið þegar þetta var allt í höfn.

„Þegar við skoruðum seinna markið fór ég í eitthvað „zone" og ég man ekki neitt. Eftir leikinn þegar við fórum upp að áhorfendunum, maður sér litla frænda sinn hérna, besta vin minn þarna og mömmu sína þarna. Þetta er akkurat það sem maður vill. Ég kem til með að muna eftir þessu mómenti þangað til ég dey."

Leikurinn gegn Englandi er á mánudaginn og segir Aron það ekki vera vandamál að koma sér niður á jörðina eftir svona stórkostleg úrslit.

„Ég held það verði ekki neitt mál að koma okkur niður á jörðina, það gerist strax á morgun. Við byrjum á að fara yfir Englendingana á morgun. Það var virkilega mikilvægt að ná þessum extra degi sem við fengum í recovery. Það mun koma til með að spila stóra rullu fyrir okkur og lappirnar á okkur. Við hlupum endalaust í þessum leik."

Hann segir England hreinlega vera draumamótherja allra Íslendinga.

„Allra, það er bara þannig, allra. Við erum taplausir, við höfum aldrei tapað leik á stórmóti. Gjörið svo vel," sagði hann að lokum.

Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner
banner