Foreldrar Arnórs Ingva Traustasonar voru ekki á vellinum þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Austurríki í kvöld.
Foreldrar Arnórs voru á leikjunum gegn Portúgal og Ungverjalandi en þeir fóru frá Frakklandi áður en kom að leiknum gegn Austurríki í kvöld.
Foreldrar Arnórs voru á leikjunum gegn Portúgal og Ungverjalandi en þeir fóru frá Frakklandi áður en kom að leiknum gegn Austurríki í kvöld.
„Yngsti bróðir minn var að fara á Shellmótið og þau þurftu að fara heim," sagði Arnór Ingvi eftir leik.
Arnór segir að foreldrarnir ætli að mæta á leikinn gegn Englandi í Nice á mánudag.
„Þau eru að bóka ferð hingað aftur eftir Shellmótið. Þau koma og sjá næsta leik," sagði Arnór.
Athugasemdir