Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
banner
   mið 22. júní 2016 20:48
Magnús Már Einarsson
Mamma og pabbi Arnórs fóru til Íslands fyrir leikinn í dag
Icelandair
Sigurmarki Arnórs fagnað í kvöld.
Sigurmarki Arnórs fagnað í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Foreldrar Arnórs Ingva Traustasonar voru ekki á vellinum þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Austurríki í kvöld.

Foreldrar Arnórs voru á leikjunum gegn Portúgal og Ungverjalandi en þeir fóru frá Frakklandi áður en kom að leiknum gegn Austurríki í kvöld.

„Yngsti bróðir minn var að fara á Shellmótið og þau þurftu að fara heim," sagði Arnór Ingvi eftir leik.

Arnór segir að foreldrarnir ætli að mæta á leikinn gegn Englandi í Nice á mánudag.

„Þau eru að bóka ferð hingað aftur eftir Shellmótið. Þau koma og sjá næsta leik," sagði Arnór.
Athugasemdir
banner
banner