„Síminn stoppar ekki, það er eina breytingin í mínu lífi," sagði Guðmundur Benediktsson þegar Fótbolti.net náði á hann í dag.
Lýsing Guðmundar á sigurmarki Íslands gegn Austurríki í gær hefur vakið heimsathygli en myndband af lýsingunni er út um allt á netinu. Óhætt er að segja að Guðmundur hafi tryllst af gleði þegar markið kom.
Lýsing Guðmundar á sigurmarki Íslands gegn Austurríki í gær hefur vakið heimsathygli en myndband af lýsingunni er út um allt á netinu. Óhætt er að segja að Guðmundur hafi tryllst af gleði þegar markið kom.
„Þetta gerðist og þá fer maður einhverneginn út úr líkamanum og verður bilaður. Þetta var eitt af þessum mómentum," sagði Guðmundur en mikið hefur verið rætt um lýsingu hans á Twitter.
„Ég er taggaður af og til í þetta myndband. Ekki það að ég hafi mikinn áhuga á að sjá þetta mikið meira. Ég var neyddur til að horfa aðeins á þetta í viðtali í morgun en það er ekki það skemmtilegasta sem ég geri að horfa á sjálfan mig. Það verða aðrir að vera í því að horfa á sjálfa sig," sagði Guðmundur léttur.
Erlendir fjölmiðlar hafa keppst við að ná tali af Guðmundi til að ræða lýsinguna við hann.
„Ég fór í tvö viðtöl við BBC í morgun. Annars er ég ekki búinn að svara símanum þó að það sé verið að hringja frá öllum löndum. Ég er bara að reyna að komast heim," sagði Gummi sem var staddur á flugvellinum í París þegar Fótbolti.net ræddi við hann.
Guðmundur er á leið til Íslands en hann verður á sínum stað á bekknum sem aðstoðarþjálfari KR þegar liðið mætir ÍA í kvöld.
Hann fer síðan aftur til Frakklands til að lýsa leiknum gegn Englendingum á Síminn Sport á mánudagskvöld.
Sjá einnig:
Gummi Ben vekur heimsathygli - „Spangólar á tunglið"
Upplifðu eitt stærsta andartak íslenskrar knattspyrnusögu með Gumma Ben. https://t.co/kZsaTUAuHa
— Síminn (@siminn) June 22, 2016
Athugasemdir