Ísland tryggði sér sæti í 16-liða úrslitunum á EM í Frakklandi með 2-1 sigri á Austurríki í gær.
Það muna líklega allir eftir ummælum Cristiano Ronaldo eftir jafntefli gegn Íslandi í fyrsta leik, en þau ummæli komu í bakið á honum í gær.
Það muna líklega allir eftir ummælum Cristiano Ronaldo eftir jafntefli gegn Íslandi í fyrsta leik, en þau ummæli komu í bakið á honum í gær.
Ronaldo sagði eftir leik að Ísland myndi aldrei vinna neitt. Ísland vann þó baráttuna um 2. sætið í riðlinum við Portúgal.
Magnús Ver Magnússon, fyrrum sterkasti maður heims, naut þess í botn að sjá Ísland enda fyrir ofan Portúgal í riðlinum.
Hann ákvað eftir sigurinn á Austurríki í gær að senda Ronaldo smá skilaboð á Facebook, en þau má sjá hér að neðan.
Athugasemdir