Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
Gregg Ryder: Verið erfiðir tímar fyrir félagið og stuðningsmennina
Ragnar Bragi eftir sinn fyrsta leik í sumar: Erfitt að horfa úr stúkunni
Heimir Guðjóns: Aldrei víti og tekið af okkur löglegt mark
Aron Sig: Menn héldu að þeir væru miklu betri en þeir eru
Góð innkoma hjá Viðari - „Sér hlutina á háu leveli"
Sindri Kristinn: Helgi Mikael gefur þessa vítaspyrnu
„Leikmaðurinn var ekki að fúnkera og þess vegna gerum við skiptingu"
Daníel Hafsteins: Væri fínt ef ég væri alltaf haltur
Brynjar Björn: Hef enga útskýringu á því hvort það sé bakvarðarstaðan sem slík
Siggi Höskulds: Komum með aðeins breytt leikplan
Aron Bjarki: Erum sáttir þar sem við erum
Arnar: Einn sá besti en De Bruyne og Foden spila ekki alla leiki
Beint út með boltapoka eftir núll mínútur - „Ákveðið styrkleikamerki í hausnum á mér"
Hemmi Hreiðars: Oliver hefði frekar átt að fá víti en seinna gula
Davíð Smári: Að hafa hugrekkið til að spila gegn besta liði landsins
Bjarki Björn skoraði glæsimark: Þeir hljóta að hafa verið að horfa
Ásta Eir: Mér er alveg sama hvernig við vinnum leikinn
Nik hreinskilinn: Þetta er ekki nægilega gott fyrir þetta stig
Kristján miður sín: Veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið
Anna María: Fáránlegur dómur sem skemmir leikinn gjörsamlega
banner
   mið 13. september 2017 22:47
Elvar Geir Magnússon
Þjálfarateymi KH: Valur getur notið góðs af þessu
Arnar og Ingólfur.
Arnar og Ingólfur.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Alexander Lúðvígsson skoraði fyrir KH í kvöld.
Alexander Lúðvígsson skoraði fyrir KH í kvöld.
Mynd: Sigurður Konráðsson
Knattspyrnufélagið Hlíðarendi komst í kvöld upp í 3. deildina með því að vinna Kórdrengi samanlagt 2-1. Fótbolti.net ræddi við þjálfara KH, Arnar Stein Einarsson og Ingólf Sigurðsson.

Lestu um leikinn: KH 1 -  1 Kórdrengir

„Þetta var hörkuviðureign og við vissum fyrirfram að þetta yrði hörkubarátta. Við skildum allt eftir á vellinum og þetta var geggjað," sagði Arnar.

Það var mikill taugatitringur í lokin og Kórdrengir komust nálægt því að skora en þeir voru einu marki frá því að komast upp.

„Þetta var svakalegt. Það var mikil spenna og hátt spennustig í leikmönnum.," sagði Ingólfur.

Það var vel mætt á leikinn í flóðljósum á Valsvelli í kvöld.

„Þetta var nánast eins og á Pepsi-deildarleik. Við eigum fína stuðningsmenn og Kórdrengir hafa sett skemmtilegan svip á 4. deildina í sumar. Það eru margir sem fylgja þeim. Þetta er vel mannað lið og einhverjir munu segja að betra liðið hafi ekki komist áfram," sagði Ingólfur.

Er KH tilbúið í 3. deildina?

„Það er góð spurning. Þetta er erfið deild og við þurfum að setjast niður. Það er spurning hvort menn séu tilbúnir að bæta við sig aukavinnu hvað varðar æfingar. Við spáum í því eftir helgi. Fögnum fyrst," sagði Arnar.

KH er í samstarfi við Val en þjálfararnir telja að hægt sé að auka það samstarf.

„Samstarfið hefur verið frekar rólegt. Við höfum haft 1-2 stráka úr öðrum flokki með okkur en ég tel að það sé stökkpallur fyrir unga stráka að spila í 3. deildinni. Það er alvöru bolti spilaður þar og ég tel að Valur geti notið góðs af þessu," sagði Arnar en viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner