PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
   mið 13. september 2017 22:47
Elvar Geir Magnússon
Þjálfarateymi KH: Valur getur notið góðs af þessu
Arnar og Ingólfur.
Arnar og Ingólfur.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Alexander Lúðvígsson skoraði fyrir KH í kvöld.
Alexander Lúðvígsson skoraði fyrir KH í kvöld.
Mynd: Sigurður Konráðsson
Knattspyrnufélagið Hlíðarendi komst í kvöld upp í 3. deildina með því að vinna Kórdrengi samanlagt 2-1. Fótbolti.net ræddi við þjálfara KH, Arnar Stein Einarsson og Ingólf Sigurðsson.

Lestu um leikinn: KH 1 -  1 Kórdrengir

„Þetta var hörkuviðureign og við vissum fyrirfram að þetta yrði hörkubarátta. Við skildum allt eftir á vellinum og þetta var geggjað," sagði Arnar.

Það var mikill taugatitringur í lokin og Kórdrengir komust nálægt því að skora en þeir voru einu marki frá því að komast upp.

„Þetta var svakalegt. Það var mikil spenna og hátt spennustig í leikmönnum.," sagði Ingólfur.

Það var vel mætt á leikinn í flóðljósum á Valsvelli í kvöld.

„Þetta var nánast eins og á Pepsi-deildarleik. Við eigum fína stuðningsmenn og Kórdrengir hafa sett skemmtilegan svip á 4. deildina í sumar. Það eru margir sem fylgja þeim. Þetta er vel mannað lið og einhverjir munu segja að betra liðið hafi ekki komist áfram," sagði Ingólfur.

Er KH tilbúið í 3. deildina?

„Það er góð spurning. Þetta er erfið deild og við þurfum að setjast niður. Það er spurning hvort menn séu tilbúnir að bæta við sig aukavinnu hvað varðar æfingar. Við spáum í því eftir helgi. Fögnum fyrst," sagði Arnar.

KH er í samstarfi við Val en þjálfararnir telja að hægt sé að auka það samstarf.

„Samstarfið hefur verið frekar rólegt. Við höfum haft 1-2 stráka úr öðrum flokki með okkur en ég tel að það sé stökkpallur fyrir unga stráka að spila í 3. deildinni. Það er alvöru bolti spilaður þar og ég tel að Valur geti notið góðs af þessu," sagði Arnar en viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner