Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
   mið 13. september 2017 22:47
Elvar Geir Magnússon
Þjálfarateymi KH: Valur getur notið góðs af þessu
Arnar og Ingólfur.
Arnar og Ingólfur.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Alexander Lúðvígsson skoraði fyrir KH í kvöld.
Alexander Lúðvígsson skoraði fyrir KH í kvöld.
Mynd: Sigurður Konráðsson
Knattspyrnufélagið Hlíðarendi komst í kvöld upp í 3. deildina með því að vinna Kórdrengi samanlagt 2-1. Fótbolti.net ræddi við þjálfara KH, Arnar Stein Einarsson og Ingólf Sigurðsson.

Lestu um leikinn: KH 1 -  1 Kórdrengir

„Þetta var hörkuviðureign og við vissum fyrirfram að þetta yrði hörkubarátta. Við skildum allt eftir á vellinum og þetta var geggjað," sagði Arnar.

Það var mikill taugatitringur í lokin og Kórdrengir komust nálægt því að skora en þeir voru einu marki frá því að komast upp.

„Þetta var svakalegt. Það var mikil spenna og hátt spennustig í leikmönnum.," sagði Ingólfur.

Það var vel mætt á leikinn í flóðljósum á Valsvelli í kvöld.

„Þetta var nánast eins og á Pepsi-deildarleik. Við eigum fína stuðningsmenn og Kórdrengir hafa sett skemmtilegan svip á 4. deildina í sumar. Það eru margir sem fylgja þeim. Þetta er vel mannað lið og einhverjir munu segja að betra liðið hafi ekki komist áfram," sagði Ingólfur.

Er KH tilbúið í 3. deildina?

„Það er góð spurning. Þetta er erfið deild og við þurfum að setjast niður. Það er spurning hvort menn séu tilbúnir að bæta við sig aukavinnu hvað varðar æfingar. Við spáum í því eftir helgi. Fögnum fyrst," sagði Arnar.

KH er í samstarfi við Val en þjálfararnir telja að hægt sé að auka það samstarf.

„Samstarfið hefur verið frekar rólegt. Við höfum haft 1-2 stráka úr öðrum flokki með okkur en ég tel að það sé stökkpallur fyrir unga stráka að spila í 3. deildinni. Það er alvöru bolti spilaður þar og ég tel að Valur geti notið góðs af þessu," sagði Arnar en viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir