City hefur sett verðmiða á McAtee - Real til í að bíða eftir Konate og hefur áhuga á Saliba
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
   mið 13. september 2017 22:47
Elvar Geir Magnússon
Þjálfarateymi KH: Valur getur notið góðs af þessu
Arnar og Ingólfur.
Arnar og Ingólfur.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Alexander Lúðvígsson skoraði fyrir KH í kvöld.
Alexander Lúðvígsson skoraði fyrir KH í kvöld.
Mynd: Sigurður Konráðsson
Knattspyrnufélagið Hlíðarendi komst í kvöld upp í 3. deildina með því að vinna Kórdrengi samanlagt 2-1. Fótbolti.net ræddi við þjálfara KH, Arnar Stein Einarsson og Ingólf Sigurðsson.

Lestu um leikinn: KH 1 -  1 Kórdrengir

„Þetta var hörkuviðureign og við vissum fyrirfram að þetta yrði hörkubarátta. Við skildum allt eftir á vellinum og þetta var geggjað," sagði Arnar.

Það var mikill taugatitringur í lokin og Kórdrengir komust nálægt því að skora en þeir voru einu marki frá því að komast upp.

„Þetta var svakalegt. Það var mikil spenna og hátt spennustig í leikmönnum.," sagði Ingólfur.

Það var vel mætt á leikinn í flóðljósum á Valsvelli í kvöld.

„Þetta var nánast eins og á Pepsi-deildarleik. Við eigum fína stuðningsmenn og Kórdrengir hafa sett skemmtilegan svip á 4. deildina í sumar. Það eru margir sem fylgja þeim. Þetta er vel mannað lið og einhverjir munu segja að betra liðið hafi ekki komist áfram," sagði Ingólfur.

Er KH tilbúið í 3. deildina?

„Það er góð spurning. Þetta er erfið deild og við þurfum að setjast niður. Það er spurning hvort menn séu tilbúnir að bæta við sig aukavinnu hvað varðar æfingar. Við spáum í því eftir helgi. Fögnum fyrst," sagði Arnar.

KH er í samstarfi við Val en þjálfararnir telja að hægt sé að auka það samstarf.

„Samstarfið hefur verið frekar rólegt. Við höfum haft 1-2 stráka úr öðrum flokki með okkur en ég tel að það sé stökkpallur fyrir unga stráka að spila í 3. deildinni. Það er alvöru bolti spilaður þar og ég tel að Valur geti notið góðs af þessu," sagði Arnar en viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner