Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
   mán 18. júní 2018 20:44
Magnús Már Einarsson
Kane kvartar yfir flugunum - Ísland spilar þarna á föstudag
Icelandair
Moskítófluguvandamál er í Volgograd (áður Stalíngrad) þar sem Ísland mætir Nígeríu á föstudaginn. Eitthvað sem stuðningsmenn Íslands sem mæta á leikinn ættu að hafa í huga.

England lagði Túnis 2-1 í Volgograd í kvöld og flugurnar trufluðu leikmenn og áhorfendur þar.

„Þær voru mun fleiri en við bjuggumst við," sagði Harry Kane sem skoraði bæði mörk Englendinga í leiknum.

„Við notuðum mikið af flugnaspreyi fyrir leik og í hálfleik. Ég fékk flugur í augað og upp í munninn."

Borgaryfirvöld hafa gert sitt besta til að reyna að stemma stigu við flugunum, meðal annars hafa þyrlur sveimað yfir leikvanginn og dreift meindýraefni. Leikvangurinn er alveg við stórfljótið Volgu og það eykur á vandann.

Sjá einnig:
Moskítófaraldur í Volgograd - Þar mætast Ísland og Nígería
Athugasemdir
banner