Í kvöld var lið ársins í 2. deild karla opinberað á sérstöku lokahófi Fótbolta.net á Hard Rock Cafe í Reykjavík. Fótbolti.net fylgdist vel með 2. deildinni í sumar og fékk þjálfara og fyrirliða deildarinnar til að velja lið keppnistímabilsins. Hér að neðan má líta það augum en einnig var opinberað val á þjálfara og leikmanni ársins ásamt efnilegasta leikmanninum.
Úrvalslið ársins 2018
Daði Freyr Arnarsson (Vestri)
Dagur Guðjónsson (Grótta)
Andy Pew (Vestri)
Loic Ondo (Afturelding)
Elmar Atli Garðarsson (Vestri)
Bjarki Baldvinsson (Völsungur)
Sigurvin Reynisson (Grótta)
Óliver Dagur Thorlacius (Grótta)
Pétur Bjarnason (Vestri)
Andri Freyr Jónasson (Afturelding)
Andri Júlíusson (Kári)
Varamannabekkur:
Andri Þór Grétarsson (Afturelding)
Jose Dominguez (Afturelding)
Högni Madsen (Þróttur V.)
Wentzel Steinarr R Kamban (Afturelding)
Páll Sindri Einarsson (Kári)
Stefan Antonio Lamanna (Tindastóll)
Jason Daði Svanþórsson (Afturelding)
Aðrir sem fengu atkvæði í úrvalsliðið:
Markverðir: Aron Dagur Birnuson (Völsungur), Milos Peric (Fjarðabyggð), Brynjar Atli Bragason (Víðir), Brenton Muhammad (Vestri), Robert Winogrodzki (Leiknir F.) og Hákon Hrafn Valdimarsson (Grótta).
Varnarmenn: Sigurður Kristján Friðriksson (Afturelding), Jeffrey Ofori (Leiknir F.), Arnar Þór Helgason (Grótta), Tonci Radovnicovic (Víðir), Travis Nicklaw (Völsungur), Petar Mudresa (Höttur), Daniel Osafo-Badu (Vestri), Matthías Kroknes Jóhannsson (Vestri), Jóhann Ragnar Benediktsson (Fjarðabyggð), Halldór Kristján Baldursson (Grótta), Victor Svensson (Völsungur), Birgir Steinn Ellingsen (Kári), Sindri Snæfells Kristinsson (Kári), Hammad Lawal (Vestri), Hákon Ingi Einarsson (Kári), Milos Vasiljevic (Fjarðabyggð), Darius Jankauskas (Leiknir F.), Javier Angel Del Cueto (Fjarðabyggð), Guðjón Erni Hrafnkelsson (Höttur) og Andri Már Hermannsson (Afturelding).
Miðjumenn: Hafliði Sigurðarson (Afturelding), Brynjar Árnason (Höttur), Valtýr Már Michaelsson (Grótta), Guðmundur Óli Steingrímsson (Völsungur), Miroslav Babic (Höttur), Zoran Plazonic (Vestri), Bergur Jónmundsson (Völsungur), Júlí Karlsson (Grótta), Jordan Tyler (Þróttur V.), Jón Gísli Eyland Gíslason (Tindastóll), James Mack (Vestri), Alexander Aron Davorsson (Afturelding) og Dagur Ingi Valsson (Leiknir F.).
Sóknarmenn: Ásgeir Kristjánsson (Völsungur), Kristófer Orri Pétursson (Grótta), Modou Sergine Fall (Vestri), Ragnar Þór Gunnarsson (Þróttur V.), Viktor Smári Segatta (Þróttur V.), Alexander Már Þorláksson (Kári), Aleksandar Stojkovic (Fjarðabyggð) og Francisco Javier Munoz Bernal (Höttur).
Þjálfari ársins: Óskar Hrafn Þorvaldsson - Grótta
Óskar Hrafn tók við meistaraflokki Gróttu fyrir tímabilið. Hann ákvað að spila á ungu liði í gegnum allt sumarið, strákum sem eru tilbúnir að berjast fyrir Gróttu. Skýr hugmyndavinna Óskars skilaði liðinu upp í fyrstu tilraun undir hans stjórn. Spennandi verður að fylgjast með hans unga liði í Inkasso-deildinni. Smelltu hér til að sjá athyglisvert viðtal við Óskar Hrafn í útvarpsþættinum Fótbolta.net á dögunum.
Aðrir sem fengu atkvæði sem þjálfari ársins: Arnar Hallsson (Afturelding) og Lúðvík Gunnarsson (Kári).
Leikmaður ársins: Andri Freyr Jónasson - Afturelding
Strákur sem sprakk út í sumar. Fékk stórt hlutverk hjá nýjum þjálfara og þakkaði traustið, og gott betur. Það að hann skoraði 21 mark í 18 leikjum segir sitt. Spilar gífurlega stórt hlutverk í því að Afturelding vinnur deildina og fer upp í Inkasso-deildina eftir langa veru í 2. deild.
Aðrir sem fengu atkvæði sem leikmaður ársins: Sigurvin Reynisson (Grótta), Óliver Dagur Thorlacius (Grótta), Loic Ondo (Afturelding) og Stefan Antonio Lamanna (Tindastóll).
Efnilegastur: Óliver Dagur Thorlacius - Grótta
Lánsmaður frá KR sem fékk stórt hlutverk í ungu liði Gróttu. Miðjumaður sem skoraði 11 mörk í 21 leik hjá Gróttu í sumar. Spennandi verður að sjá hvað þessi strákur, sem er fæddur árið 1999, gerir næsta sumar.
Aðrir sem fengu atkvæði sem efnilegastur: Andri Freyr Jónasson (Afturelding), Þórður Gunnar Hafþórsson (Vestri), Jason Daði Svanþórsson (Afturelding), Jón Gísli Eyland Gíslason (Tindastóll), Orri Steinn Óskarsson (Grótta) og Dagur Ingi Valsson (Leiknir F.)
Molar:
- Sigurvin Reynisson, fyrirliði Gróttu, var í öðru sæti í vali á besta leikmanni deildarinnar.
- Andri Freyr fékk langflest atkvæði í lið ársins.
- Aðeins þrír þjálfarar fengu atkvæði vali á þjálfara ársins.
- Orri Steinn Óskarsson, fæddur árið 2004, fékk atkvæði í valinu á efnilgasta leikmanni deildarinnar. Orri Steinn fékk tækifæri hjá Gróttu í sumar, hann skoraði þrjú mörk í þremur leikjum.
- Öll lið deildarinnar áttu að minnsta kosti einn leikmann sem fékk atkvæði í lið ársins, fyrir utan neðsta liðið, Huginn.
- 11 leikmenn Vestra fengu atkvæði til þess að vera í liði ársins, tíu leikmenn Aftureldingar og níu leikmenn Gróttu.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir