fim 04. apríl 2019 21:47
Arnar Helgi Magnússon
Ajax gengur frá kaupunum á arftaka De Jong
Mynd: Getty Images
Ajax hefur gengið frá kaupunum á hinum hinum rúmenska Razvan Marin. Hann kemur til liðsins frá Standard Liege.

Marin gerir fimm ára samning við Ajax en hann á að fylla í skarð Frenkie De Jong, en hann gengur í raðir Barcelona í sumar.

Þrátt fyrir að hollenskir fjölmiðlar tali um Marin sem arftaka De Jong segir Rúmeninn að þeir séu mjög ólíkir leikmenn.

„Hann spilar neðar á vellinum og tengir vörnina og miðjuna saman á meðan ég vil vera framar, skapa færi og skora mörk," segir Marin.

Kaupverðið á Marin er um 11 milljónir punda en leikmaðurinn er fæddur árið 1996.

Félagsskiptin munu þó ekki ganga í gegn fyrr en í sumar.


Athugasemdir
banner
banner