Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 31. ágúst 2019 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mane var bálreiður út í Salah
Mynd: Getty Images
Sadio Mane skoraði eitt af þremur mörkum Liverpool þegar liðið vann Burnley 3-0 í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Mane skoraði á 37. mínútu, en honum var skipt af velli ásamt öðru markaskorara, Roberto Firmino, á 85. mínútu.

Mane var bálreiður þegar hann kom út af vellinum, en reiði hans virtist beinast að Mohamed Salah, liðsfélaga sínum. Mane var ósáttur við það að fá ekki sendingu frá Salah í seinni hálfleiknum, en Mane hefði komist í dauðafæri hefði hann fengið sendinguna. Salah ákvað að skjóta frekar en að senda.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var spurður út í viðbrögð Mane eftir leik.

„Allir eru ánægðir. Hann er mikil tilfinningavera. Myndi hann gera þetta nákvæmlega svona aftur, nei líklega ekki. Ég kann vel við þetta í fari hans. Við töluðum um þetta og allt er í góðu."



Athugasemdir
banner
banner