Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 02. september 2019 10:30
Fótbolti.net
Lið 19. umferðar - Óskar og Kristinn enn á ný valdir
Óskar Örn Hauksson er í liðinu í sjöunda skipti í sumar.
Óskar Örn Hauksson er í liðinu í sjöunda skipti í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason er í liði umferðarinnar.
Kári Árnason er í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR steig stórt skref í átt að Íslandsmeistaratitli með 2-0 sigri á ÍA í gær. Óskar Örn Hauksson og Kristinn Jónsson skoruðu mörkin og þeir eru báðir í liði 19. umferðar hjá Fótbolta.net. Óskar hefur verið sjö sinnum í liði umferðarinnar í sumar og Kristinn sex sinnum!

FH vann mikilvægan sigur á Stjörnunni í baráttunni um Evrópusæti. Morten Beck skoraði fyrstu þrennu sumarsins og hann er í liði umferðarinnar líkt og Guðmundur Kristjánsson og Jónatan Ingi Jónsson. Ólafur Kristjánsson er þjálfari umferðarinnar.

Gary Martin afgreiddi sína gömlu félaga í Val með því að skora bæði mörk ÍBV í 2-1 sigri. Priestley Griffiths átti einnig góðan dag á miðjunni.

Andri Rafn Yeoman var maður leiksins í 4-3 sigri Breiðabliks á Fylki. Geoffrey Castillion skoraði þrennu í síðari hálfleik fyrir Fylki en það dugði ekki til.

Kári Árnason hitaði upp fyrir landsleikina sem eru framundan með tveimur mörkum í sigri Víkings á HK í Kórnum.

Vladan Djogatovic varði vítaspyrnu og var frábær í marki Grindavíkur gegn KA. Það dugði þó ekki til því Grindavík tapaði 2-0. Vladan er í liði umferðarinnar í fimmta skipti í sumar.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner