Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 25. október 2019 14:00
Magnús Már Einarsson
Baldur Sig til KA?
Baldur Sigurðsson varð bikarmeistari með Stjörnunni í fyrra.
Baldur Sigurðsson varð bikarmeistari með Stjörnunni í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Baldur Sigurðsson hefur átt í viðræðum við KA að undanförnu samkvæmt frétt mbl.is í dag.

Tilkynnt var í gær að Baldur yrði ekki áfram hjá Stjörnunni en hann átti ár eftir af samningi sínum við félagið.

„Á fundi eftir keppnistímabilið í sumar varð ljóst að hugmyndir þjálfara Stjörnunnar og Baldurs um mögulegt hlutverk innan liðsins á komandi tímabili færu ekki saman og varð niðurstaðan sú að nú skilji leiðir að minnsta kosti tímabundið," sagði í yfirlýsingu frá Stjörnunni í gær.

Baldur er 34 ára gamall miðjumaður en hann hefur leikið með Stjörnunni undanfarin fjögur ár. Í sumar spilaði Baldur átján leiki í Pepsi Max-deildinni, þar af fjórtán í byrjunarliði.

Baldur kom til Stjörnunnar frá SönderjyskE í Danmörku fyrir sumarið 2016. Á árunum 2009 til 2015 lék Baldur með KR en þar áður var hann hjá Bryne í Noregi. Þá hefur Baldur einnig leikið með Keflavík og Völsungi á ferli sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner