Þá er komið að seinni hluta okkar í ,,hvar eru þeir nú?". Þar kíkjum við á það hvar erlendir leikmenn sem hafa leikið hér á landi eru núna. Nú er komið að því að skoða hvar leikmenn sem léku hér í fyrra og árið 2003 eru að spila í dag.
Fyrri hluti ,,Hvar eru þeir nú?" (Frá því í gær)
Fróði Benjaminsen (Fram)
Þessi færeyski miðjumaður skoraði þrjú mörk í sextán leikjum með Fram í fyrra. Leikur nú með Færeyjameisturum B36.
Mark Schulte (ÍBV)
Allt stefndi í að þessi bandaríski hægri bakvörður yrði með ÍBV í sumar en hann skoraði eitt mark í átján leikjum fyrir félagið í fyrra. Columbus Crew fékk hann hinsvegar til liðs við sig í byrjun þessa árs og hefur leikið nítján leiki með liðinu í MLS deildinni.
Mehmetali Dursun (Keflavík)
Danski sóknarmaðurinn Mehmetali Dursun lék þrjá leiki með Keflavík í Landsbankadeildinni í fyrra. Hann leikur nú með liði Brönshoj í heimalandi sínu.
Jermaine Palmer (Víkingur R.)
Þessi sterki framherji skoraði þrjú mörk í átta leikjum fyrir Víking í Landsbankadeildinni í fyrra og þá var hann valinn í lið umferða 7-12. Eftir að hafa yfirgefið Stoke síðastliðið vor þá fór Palmer til reynslu hjá Grimsby.
Jermaine Palmer í leik með Víkingi gegn KA |
Richard Keogh (Víkingur R.)
Spilaði níu leiki með Víkingi í fyrra. Fór frá Stoke síðastliðið vor og leit út fyrir að hann myndi ganga til liðs við Burnley. Það breyttist á síðustu stundu og leikur Keogh nú með Bristol City og hefur hann komið við sögu í nokkrum leikjum á leitkíðinni.
Morten Kronborg (Víkningur R.)
Þessi danski sóknarmaður lék tvo leiki með Víkingi í Landsbankadeildinni í fyrra áður en hann var sendur heim. Samkvæmt því sem við komumst næst leikur hann með varaliði Herfølge í heimalandi sínu.
Ronni Hartvig í búningi KA |
Borko Marinkovic (Víkingur R.)
Miðjumaður frá Serbíu sem lék sex leiki með Víkingi í fyrra. Ekkert fannst um það hvar Borko er að spila en síða fannst á netinu þar sem hægt er að hafa samband við hann. Ef einhverjir stjórnarmenn liða hér á landi hafa áhuga á Marinkovic má smella hérna eða senda honum tö0lvupóst á [email protected] eða jafnvel hringja bara í hann í síma: +381 64 20 50 090
Ronni Hartvig (KA)
Danskur varnarmaður sem spilaði 16 leiki með KA í Landsbankadeildinni í fyrra en hann lék einnig með liðinu árið 2003. Hartvig vinnur nú í sem verkefnastjóri í tölvufyrirtæki og leikur með liði Hellerup Idræts Klub í næstefstu deild heimalandi sínu.
Julian Johnsson (ÍA)
Julian Johnsson er færeyskur miðjumaður sem lék með Skagamönnum árið 2003 og 2004. Hann yfirgaf ÍA á leiðinlegan hátt í fyrra eftir að hafa skorað þrjú mörk í sautján leikjum í Landsbankadeildinni.
Julian var spilandi þjálfari hjá B68 í heimalandi sínu í sumar en reyndar sleit hann krossbönd í júní og lék ekkert eftir það. B68 sigraði aðra deildina í Færeyjum í sumar. Julian hætti þjálfun liðsins eftir tímabilið í haust en hann mun halda áfram að leika með því.
Lee Sharpe í búningageymslu Grindvíkinga |
Skoraði eitt mark í átján leikjum með ÍBV í efstu deild árið 2003. Eftir að hafa yfirgefið Crewe Alexandra lék Betts með Leek en hann ku vera án félags í dag.
Steinar Tenden (KA)
Þessi hávaxni norski sóknarmaður var á meðal þeirra markahæstu í deildinni árið 2003 en þá skoraði hann níu mörk í leikjunum 18. Tendne lék með Brann en ætlaði að fara að spila með Loen í fjórðu deildinni fyrir þetta tímabil. Sogndal úr næst efstu deild keypti hann hinsvegar og skoraði hann tvö mörk í sex leikjum með liðinu í sumar.
Lee Sharpe (Grindavík)
Það þarf varla að kynna mönnum fyrir þessum kantmanni sem lék fjóra leiki með Grindavík árið 2003. Hann spilaði eitthvað með Garforth United á síðustu leiktíð en það lið er einmitt frægt fyrir að hafa fengið gömlu kempuna Sókrates til að spila með sér í fyrra og einnig fyrir tilraun sína til að fá Romario. Samkvæmt okkar heimildum er Sharpe endanlega búinn að leggja skóna á hilluna en fréttaritarar okkar sáu hann sötra bjór í Manchester borg í september.
Thomas Maale (Valur)
Lék átta leiki með Völsurum í efstu deild árið 2003. Leikur með Kalundborg í annarri deildinni í Danmörku en liðið er þar í næstneðsta sæti eftir 14 leiki.
Athugasemdir