Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 01. febrúar 2023 15:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stjórnarmenn Fiorentina brjálaðir út í Xavi
Frábær með liði Marokkó á HM.
Frábær með liði Marokkó á HM.
Mynd: Getty Images
Sofyan Amrabat, miðjumaður Fiorentina, vildi mjög mikið yfirgefa félagið í gær. Fréttir bárust af lánstilboði frá Barcelona en Fiorentina sá sér ekki fært að taka því tilboði og var Amrabat mjög svekktur.

Hann fór hvergi og gæti spilað þegar Fiorentina mætir Torino í bikarnum seinna í dag.

Stjórnarmenn hjá Fiorentina eru brjálaðir út í stjóra Barcelona, Xavi, sem hringdi oft í Amrabat í gær til að reyna sannfæra hann um að koma til Katalóníu. Xavi fékk samkvæmt heimildum ítalskra miðla ekki leyfi frá Fiorentina til að ræða beint við Amrabat.

Barcelona bauð 4 milljónir evra til að fá Amrabat frá Fiorentina út tímabilið. Í lánssamningnum er svo kaupmöguleiki sem Barcelona gæti virkjað með 35 milljóna evra tilboði. Það tilboð var ekki nægilega gott að mati Fiorentina. Amrabat sló í gegn á HM og var valinn í lið mótsins fyrir frammistöðu sína. Fiorentina fannst hann verðmætari en það sem Barcelona var tilbúið að borga.

Tímapunkturinn var heldur ekki góður fyrir Fiorentina því félagið hafði innan við sólarhring til að fá inn nýjan mann í staðinn. Samningur Amrabat rennur út sumarið 2014.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner