Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fim 01. febrúar 2024 16:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Álaborg reyndi að fá Stíg Diljan - Benfica sagði þvert nei
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danska félagið AaB reyndi samkvæmt heimildum Fótbolta.net að fá íslenska unglingalandliðsmanninn Stíg Diljan Þórðarson frá portúgalska stórliðinu Benfica.

Benfica hafnaði hins vegar öllum viðræðum og varð því ekkert úr mögulegum skiptum til Álaborgar.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net vildi AaB fá Stíg til að vera í kringum aðalliðið.

Stígur er átján ára sóknarmaður sem Benfica keypti frá Víkingi Reykjavík sumarið 2022.

Hann á að baki þrettán leiki fyrir unglingalandsliðin og hefur í þeim skorað fjögur mörk.

Ef hann hefði farið til AaB þá hefði hann orðið liðsfélagi Nóels Atla Arnórssonar sem þreytti frumraun sína með aðalliðinu fyrr í vetur. Nóel og Stígur eru jafnaldrar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner