Stígur Diljan Þórðarson gekk til liðs við Benfica frá Víking sumarið 2022. Þessi 18 ára leikmaður leikur með u19 ára liði félagsins.
Liðið er á toppi deildarinnar en Stígur átti þátt í sigri liðsins gegn Academica um helgina.
Hann lagði upp sigurmarkið í leiknum þegar hann vann boltann hátt upp á vellinum og sendi boltann á samherja sinn sem var fyrir opnu marki og eftirleikurinn því auðveldur.
Stígur var einnig hluti af u17 ára liði félagsins sem var portúgalskur meistari í vor.
Athugasemdir