Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   sun 01. mars 2020 11:50
Ívan Guðjón Baldursson
Anthony Martial er í hópnum gegn Everton
Óljóst var hvort Anthony Martial yrði í leikmannahópi Manchester United gegn Everton í dag en nú eru fregnir að berast þess efnis að hann sé klár í slaginn.

Martial var ekki með gegn Club Brugge í miðri viku vegna meiðsla og var hann ekki með restinni af leikmannahópi Rauðu djöflanna á liðshótelinu í gærkvöldi.

Ole Gunnar Solskjær telur Odion Ighalo vera kláran í slaginn og áhugavert að sjá hvort nígeríski framherjinn fái tækifærið í fremstu víglínu.

Hinn 24 ára gamli Martial er búinn að skora 10 mörk í 21 deildarleik á tímabilinu.

Byrjunarliðin verða tilkynnt klukkan 13:00 og hefst leikurinn klukkutíma síðar.
Athugasemdir
banner
banner