Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mán 01. mars 2021 14:40
Elvar Geir Magnússon
Zlatan meiddur - Missir af báðum leikjunum gegn Man Utd
Sóknarmaðurinn Zlatan Ibrahimovic er á meiðslalistanum og missir meðal annars af báðum leikjum AC Milan gegn Manchester United í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Zlatan varð fyrir vöðvameiðslum í vinstra læri og fór af velli í 2-1 sigri AC Milan gegn Roma í gær.

Zlatan missir einnig af leikjum gegn Udinese, Hellas Verona og Napoli.

Fyrri leikur Manchester United og AC Milan á að fara fram á Old Trafford þann 11. mars. Talað er um að Zlatan eigi veika von um að geta tekið þátt í seinni leiknum viku síðar en það er talið ansi ólíklegt.

Hinn 39 ára Zlatan lék fyrir Manchester United 2016–2018 og vann Evrópudeildina með liðinu.
Athugasemdir
banner