Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 01. apríl 2021 15:00
Ívan Guðjón Baldursson
Duvan Zapata vaknaði snemma til að horfa á Arsenal
Zapata og Luis Muriel eru liðsfélagar bæði hjá Atalanta og kólumbíska landsliðinu.
Zapata og Luis Muriel eru liðsfélagar bæði hjá Atalanta og kólumbíska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Duvan Zapata, sóknarmaður Atalanta og kólumbíska landsliðsins, hefur áhuga á að spila í ensku úrvalsdeildinni.

Zapata er kröftugur sóknarmaður sem margir telja að gæti gert góða hluti í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur gert 61 mark í 119 leikjum með Atalanta en þar áður lék hann fyrir Napoli, Udinese og Sampdoria.

„Gæti ég spilað í úrvalsdeildinni í framtíðinni? Aldrei segja aldrei í fótbolta. Í æsku þá horfði ég stöðugt á ensku úrvalsdeildina og var mikill stuðningsmaður Arsenal. Ég vaknaði snemma hverja helgi til að sjá þá spila," sagði Zapata í viðtali við Gazzetta dello Sport.

Zapata á afmæli í dag og er orðinn 30 ára gamall. Hann hefur skorað 4 mörk í 18 leikjum fyrir Kólumbíu.

Hann er samningsbundinn Atalanta til 2023 og er metinn á um 40 milljónir evra.
Athugasemdir
banner
banner
banner