Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   lau 01. apríl 2023 22:59
Brynjar Ingi Erluson
Mjólkurbikarinn: Magni og Tindastóll áfram
Magni mætir Völsungi í næstu umferð
Magni mætir Völsungi í næstu umferð
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magni og Tindastóll eru síðustu liðin til að koma sér í aðra umferð Mjólkurbikarsins á þessum fína laugardegi.

Tindastóll skoraði sjö mörk gegn Hömrunum en leiknum lauk 7-2, Stólunum í vil.

Max Karl Linus Selden og Eysteinn Bessi Sigmarsson skoruðu báðir tvö mörk. Jónas Aron Ólafsson, Arnar Ólafsson og Sverrir Hrafn Friðriksson komust einnig á blað.

Magni vann þá Samherja, 4-0. Öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik en þeir Kristinn Þór Rósbergsson, Viktor Már Heiðarsson, Örvar Óðinsson og Viðar Már Hilmarsson gerðu mörkin.

Alexander Ívar Bjarnason, leikmaður Magna, fékk að líta rauða spjaldið tíu mínútum fyrir leikslok. Magni mætir Völsungi í næstu umferð en Tindastóll spilar við Dalvík/Reyni.

Úrslit og markaskorarar:

Hamrarnir 2 - 7 Tindastóll
0-1 Max Karl Linus Selden ('5 )
0-2 Max Karl Linus Selden ('14 )
0-3 Eysteinn Bessi Sigmarsson ('31 )
1-3 Gunnar Þórir Björnsson ('43 )
1-4 Jónas Aron Ólafsson ('58 )
1-5 Eysteinn Bessi Sigmarsson ('63 )
2-5 Fannar Hafsteinsson ('73 )
2-6 Arnar Ólafsson ('87 )
2-7 Sverrir Hrafn Friðriksson ('90 )

Magni 4 - 0 Samherjar
1-0 Kristinn Þór Rósbergsson ('9 )
2-0 Viktor Már Heiðarsson ('26 )
3-0 Örvar Óðinsson ('31 )
4-0 Viðar Már Hilmarsson ('35 )
Rautt spjald: Alexander Ívan Bjarnason , Magni ('80)
Athugasemdir
banner
banner
banner