Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 01. apríl 2023 00:16
Brynjar Ingi Erluson
Stellini um ástandið: Það er engin krísa
Mynd: EPA
Cristian Stellini, bráðabirgðastjóri Tottenham Hotspur, er ekki sammála því að það sé krísa hjá félaginu.

Antonio Conte og Tottenham komust að samkomulagi um að slíta samstarfinu á dögunum og var ákveðið að Stellini myndi stýra liðinu út tímabilið.

Tottenham er í fjórða sæti deildarinnar og í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti en liðið er úr leik í öllum öðrum keppnum.

Ekki hafa verið miklar framfarir á leik Tottenham síðustu ár og er liðið að fara í gegnum enn eitt tímabilið án þess að vinna bikar, en Stellini neitar að tala um krísu.

„Þegar þú tekur þær ákvarðanir sem eru fyrir bestu þá er engin krísa. Það eru mikil vonbrigði með hvernig félaginu er stýrt og ég held að það hafi aldrei verið jafnt slæmt og akkúrat núna. Það verður eitthvað að breytast,“ sagði Stellini.

Conte lagði blessun sína á að Stellini myndi taka við starfinu en það var Conte sem fékk Stellini inn í þjálfarateymið er hann tók við starfinu fyrir tveimur árum.

„Þeir hringdu í mig og sögðu við mig að það væri búið að taka ákvörðun og hvort ég væri til í að taka við starfinu. Það var ekkert vandamál fyrir mig að segja já við því,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner