Man City leiðir kapphlaupið um Musiala - Man Utd hefur áhuga á Toney - Arsenal endurskoðar áætlanir
   mán 01. apríl 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Arsenal er deildabikarmeistari kvenna 2024
Mynd: Arsenal
Arsenal er deildabikarmeistari kvenna árið 2024 eftir að hafa unnið Chelsea, 1-0, í úrslitum bikarsins á Molineux-leikvanginum í Wolverhampton í gær.

Sænska landsliðskonan Stina Blackstenius skoraði eina mark leiksins á 116. mínútu í framlengingu með skoti af stuttu færi úr miðjum teignum.

Leikurinn var fremur jafn og fengu bæði lið fjölmörg tækifæri til að skora en Arsenal nýtti eitt á mikilvægum tímapunkti.

Þetta var í sjöunda sinn sem Arsenal vinnur bikarinn en ekkert lið hefur unnið bikarinn oftar.

Blackstenius endaði markahæst í keppninni með níu mörk, einu meira en Rachel Daly hjá Aston Villa.
Athugasemdir
banner
banner