Það bendir allt til þess að Bayern München muni missa af sínum fyrsta Þýskalandsmeistaratitli í tólf ár. Didi Hamann, fyrrum leikmaður Bayern, segir að það ætti að reka Thomas Tuchel hið snarasta.
Gefið hefur verið út að Tuchel muni láta af störfum í sumar en Hamann vill sjá hann yfirgefa félagið samstundis.
Bayern tapaði 2-0 gegn Borussia Dortmund um helgina og eftir leikinn óskaði Tuchel liði Bayer Leverkusen til hamingju með Þýskalandsmeistaratitilinn.
Gefið hefur verið út að Tuchel muni láta af störfum í sumar en Hamann vill sjá hann yfirgefa félagið samstundis.
Bayern tapaði 2-0 gegn Borussia Dortmund um helgina og eftir leikinn óskaði Tuchel liði Bayer Leverkusen til hamingju með Þýskalandsmeistaratitilinn.
„Sem félag verður að taka ákvarðanir sem eru bestar fyrir félagið. Þetta snýst ekki um Thomas Tuchel, Max Eberl, Harry Kane eða Joshua Kimmich. Þetta snýst um Bayern München," segir Hamann.
Bayern er þrettán stigum frá toppliði Leverkusen en er hinsvegar í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir Arsenal.
„Bayern er meðal bestu átta í Evrópu og ef liðið nær sínu besta fram á það mjög góða möguleika á að slá út Arsenal. Vissulega er Arsenal gott lið en það er óreynt á þessu stigi. Að mínu mati verður þú að taka ákvörðun um það hvað sé best að gera til að komast í gegnum Arsenal."
Hamann segir að Bayern verði að skoða það að fá inn nýjan stjóra fyrir lokavikur tímabilsins og nefnir Jose Mourinho, sem var rekinn frá Roma fyrr á tímabilinu, sem mögulegan kost
„Það eru ýmsir möguleikar á markaðnum. Ég hugsa til Mourinho, þú getur sagt það sem þú vilt um Mourinho en leikmenn elskuðu hann hjá Chelsea. Hann er framúrskarandi þegar kemur að fagmennsku."
Hamann er alls ekki einn á þeirri skoðun að best væri fyrir Bayern að láta Tuchel fara strax. Ýmsir virtir sparkspekingar eru sammála, þar á meðal blaðamaðurinn Alfred Draxler hjá Bild.
„Ég er á þeirri skoðun að Bayern hefði átt að losa Thomas Tuchel strax eftir frammistöðuna gegn Dortmund. Jafnvel hefði það átt að gerast enn fyrr, þegar það var ljóst að hann þyrfti að fara. Leikmenn eru með slæma líkamstjáningu og stjórinn líka. Hann virðist ekki hafa stjórn á liðinu sínu lengur. Í þessu ástandi tapar liðið báðum leikjunum gegn Arsenal. Ég myndi bregðast við," segir Draxler.
Stöðutaflan
Þýskaland
Bundesliga - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Bayern | 20 | 16 | 3 | 1 | 62 | 19 | +43 | 51 |
2 | Leverkusen | 20 | 13 | 6 | 1 | 49 | 27 | +22 | 45 |
3 | Eintracht Frankfurt | 20 | 11 | 5 | 4 | 45 | 27 | +18 | 38 |
4 | RB Leipzig | 20 | 9 | 6 | 5 | 34 | 29 | +5 | 33 |
5 | Stuttgart | 20 | 9 | 5 | 6 | 37 | 30 | +7 | 32 |
6 | Mainz | 20 | 9 | 4 | 7 | 33 | 24 | +9 | 31 |
7 | Gladbach | 20 | 9 | 3 | 8 | 32 | 30 | +2 | 30 |
8 | Werder | 20 | 8 | 6 | 6 | 34 | 36 | -2 | 30 |
9 | Freiburg | 20 | 9 | 3 | 8 | 27 | 36 | -9 | 30 |
10 | Wolfsburg | 20 | 8 | 5 | 7 | 43 | 35 | +8 | 29 |
11 | Dortmund | 20 | 8 | 5 | 7 | 36 | 34 | +2 | 29 |
12 | Augsburg | 20 | 7 | 5 | 8 | 24 | 35 | -11 | 26 |
13 | St. Pauli | 20 | 6 | 3 | 11 | 18 | 22 | -4 | 21 |
14 | Union Berlin | 20 | 5 | 6 | 9 | 16 | 27 | -11 | 21 |
15 | Hoffenheim | 20 | 4 | 6 | 10 | 26 | 40 | -14 | 18 |
16 | Heidenheim | 20 | 4 | 2 | 14 | 25 | 42 | -17 | 14 |
17 | Holstein Kiel | 20 | 3 | 3 | 14 | 31 | 52 | -21 | 12 |
18 | Bochum | 20 | 2 | 4 | 14 | 17 | 44 | -27 | 10 |
Athugasemdir