Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 01. maí 2021 08:46
Hafliði Breiðfjörð
Ísak fékk rautt - „Eiga Íslendingar ekki að vera grjótharðir?''
Ísak fékk að líta rauða spjaldið fyrir þessa tæklingu. Fleiri myndir má sjá neðst í fréttinni.
Ísak fékk að líta rauða spjaldið fyrir þessa tæklingu. Fleiri myndir má sjá neðst í fréttinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær Þorvaldsson leikmaður ÍA fékk að líta sitt annað gula spjald, og þar með rautt fyrir tæklingu á Kristinn Frey Sigurðsson í leik ÍA og Vals í Pepsi Max-deildinni í gærkvöldi.

Um var að ræða opnunarleik deildarinnar. Ísak hafði staðið sig vel í fyrri hálfleik en fékk áminningu fyrir brot á Patrick Pedersen eftir klukkutíma leik. Sex mínútum síðar var hann sendur í sturtu eftir brotið á Kristni.

Hann setti svo færslu á Twitter í nótt þar sem hann virðist vera eitthvað ósáttur við Valsmenn en segir þar: „Eiga ekki Íslendingar að vera grjótharðir Víkingar...🤔#pepsimaxdeildin þolir ekki smá hörku og það síður allt uppúr. #soft"

Ísak var í umræðunni rétt fyrir mót eftir uppákomu í æfingaleik ÍA gegn KR þar sem allt sauð uppúr og dómari leiksins ákvað að flauta leikinn af.

Æfingaleikur KR og ÍA flautaður af á 75. mínútu

Ísak Snær svarar fyrir sig: Ég kýli aldrei leikmann KR


Athugasemdir
banner
banner
banner