Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 01. maí 2021 09:00
Hafliði Breiðfjörð
Villi lét gæsluna hafa afskipti af ljósmyndara Vals
Villi ræðir við Árna Snæ eftir atvikið.  Fleiri myndir má sjá neðst í fréttinni.
Villi ræðir við Árna Snæ eftir atvikið. Fleiri myndir má sjá neðst í fréttinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dómari leiks Vals og ÍA í Pepsi Max-deild karla í gær þurfti að biðja gæsluna á vellinum að hafa afskipti af ljósmyndara Vals á leiknum.

Atvikið átti sér stað í seinni hálfleiknum. Birkir Már Sævarsson fór óvarlega í Árna Snæ Ólafsson markvörð Skagamanna sem lá óvígur eftir í markinu.

Skagamenn voru með boltann en ósáttir við að Birkir Már hafi sloppið með skrekkinn. Villi mætti á svæðið en þegar hann ræddi við Árna Snæ sem lá í markinu gjammaði ljósmyndari Vals sem var fyrir aftan auglýsingaskiltin einhverju að honum.

Árni brást reiður við og Vilhjálmur Alvar kallaði strax í fjórða dómara sem sendi öryggisgæslu til að ræða við ljósmyndarann. Skömmu síðar fór ljósmyndarinn af svæðinu sem hann var á. Myndir eru meðfylgjandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner