Oliver Glasner þjálfari Crystal Palace var hress eftir 4-2 sigur gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.
Leikurinn var þýðingarlítill fyrir bæði lið, þar sem Úlfarnir eru löngu búnir að tryggja sæti sitt í deildinni á meðan Palace er búið að tryggja sér sæti í Evrópudeildinni fyrir næstu leiktíð.
„Við vissum ekki hvernig frammistöðu við myndum fá í kvöld en ég verð að hrósa strákunum fyrir að mæta með svona gott orkustig í leikinn. Það er ekki auðvelt svona stutt eftir að hafa unnið FA bikarinn. Þetta er framúrskarandi afrek hjá ótrúlega öflugum leikmannahópi," sagði Glasner.
„Stemningin á leikvanginum var frábær. Áhorfendur kölluðu nafn mitt en ég skildi ekki hvað þeir vildu frá mér. Einhver sagði mér þá að veifa þeim sem ég gerði. Þetta var mögnuð lífsreynsla og frábær leikur. Við viljum að áhorfendur skemmti sér á Selhurst Park og fari ánægðir heim."
Palace er með 52 stig fyrir lokaumferðina í ensku úrvalsdeildinni, sem er besti árangur liðsins frá stofnun úrvalsdeildarinnar fyrir rúmlega 30 árum síðan.
„Við erum á réttri braut og það mikilvæga er að halda áfram að vera hungraðir. Við megum aldrei verða saddir, lykillinn er að halda alltaf áfram að reyna að taka næsta skref uppávið.
„Við erum sífellt að bæta okkur."
Glasner hefur verið við stjórnvölinn hjá Palace í um fimmtán mánuði.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 37 | 25 | 8 | 4 | 85 | 40 | +45 | 83 |
2 | Arsenal | 37 | 19 | 14 | 4 | 67 | 33 | +34 | 71 |
3 | Man City | 37 | 20 | 8 | 9 | 70 | 44 | +26 | 68 |
4 | Newcastle | 37 | 20 | 6 | 11 | 68 | 46 | +22 | 66 |
5 | Chelsea | 37 | 19 | 9 | 9 | 63 | 43 | +20 | 66 |
6 | Aston Villa | 37 | 19 | 9 | 9 | 58 | 49 | +9 | 66 |
7 | Nott. Forest | 37 | 19 | 8 | 10 | 58 | 45 | +13 | 65 |
8 | Brighton | 37 | 15 | 13 | 9 | 62 | 58 | +4 | 58 |
9 | Brentford | 37 | 16 | 7 | 14 | 65 | 56 | +9 | 55 |
10 | Fulham | 37 | 15 | 9 | 13 | 54 | 52 | +2 | 54 |
11 | Bournemouth | 37 | 14 | 11 | 12 | 56 | 46 | +10 | 53 |
12 | Crystal Palace | 37 | 13 | 13 | 11 | 50 | 50 | 0 | 52 |
13 | Everton | 37 | 10 | 15 | 12 | 41 | 44 | -3 | 45 |
14 | Wolves | 37 | 12 | 5 | 20 | 53 | 68 | -15 | 41 |
15 | West Ham | 37 | 10 | 10 | 17 | 43 | 61 | -18 | 40 |
16 | Man Utd | 37 | 10 | 9 | 18 | 42 | 54 | -12 | 39 |
17 | Tottenham | 37 | 11 | 5 | 21 | 63 | 61 | +2 | 38 |
18 | Leicester | 37 | 6 | 7 | 24 | 33 | 78 | -45 | 25 |
19 | Ipswich Town | 37 | 4 | 10 | 23 | 35 | 79 | -44 | 22 |
20 | Southampton | 37 | 2 | 6 | 29 | 25 | 84 | -59 | 12 |
Athugasemdir