Newcastle blandar sér í baráttu við Man Utd og Chelsea um Delap - Man City veitir Liverpool samkeppni um Kerkez
   mið 21. maí 2025 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Robertson kveður félaga sinn: Hvar á ég eiginlega að byrja?
Trent Alexander-Arnold.
Trent Alexander-Arnold.
Mynd: EPA
Andy Robertson og Trent Alexander-Arnold hafa núna í fjöldamörg ár farið upp kantana hjá Liverpool. Þeir eru miklir vinir en á næsta tímabili verða þeir ekki liðsfélagar.

Alexander-Arnold hefur ákveðið að yfirgefa Liverpool þegar samningur hans rennur út í sumar og halda til Real Madrid.

Robertson skrifaði í dag langa færslu á Instagram þar sem hann þakkar Alexander-Arnold fyrir samvinnuna síðustu árin.

„Bróðir minn, hvar á ég eiginlega að byrja?" skrifar Robertson.

„Það hafa verið algjör forréttindi að fá að sjá þig vaxa úr dreng í mann á síðustu átta árum. Þú hefur unnið allt og skapað frábærar minningar á leiðinni. Ég vil þakka þér fyrir ýta mér alltaf áfram og setja rána það hátt að það var enginn annar möguleiki fyrir mig en að elta."

„Við eigum eftir að sakna þín á æfingasvæðinu og sérstaklega inn á vellinum. Ég vona að öll sú vinna sem þú hefur lagt í félagið og öll augnablikin sem þú hefur gefið okkur séu metin að verðleikum."

„Vængmenn í eitt síðasta skipti," skrifar Robertson en þeir eiga eftir að spila einn leik saman í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar um næstu helgi.



Athugasemdir