Það er mikil spenna fyrir úrslitaleik Tottenham og Manchester United sem fer fram í kvöld. Á Instagram síðu Fótbolti.net má sjá hvernig stemningin er hjá stuðningsmönnum í Bilbao en Sæbjörn Steinke er á svæðinu í góðum og vönduðum félagsskap.
Enskir fjölmiðlar eru að fylgjast með stuðinu. Áhyggjur voru af því að heimamenn myndu verðleggja bjórinn of hátt en þær áhyggjur virðast hafa verið óþarfar.
Enskir fjölmiðlar eru að fylgjast með stuðinu. Áhyggjur voru af því að heimamenn myndu verðleggja bjórinn of hátt en þær áhyggjur virðast hafa verið óþarfar.
„Bilbao er frábær borg og heimamenn eru mjög gestrisnir. Maturinn er góður og bjórinn á góðu verði," segir James Young í samtali við fréttavakt BBC.
Hér að neðan má sjá myndaveislu frá ljósmyndara EPA í Bilbao.
Athugasemdir