Newcastle blandar sér í baráttu við Man Utd og Chelsea um Delap - Man City veitir Liverpool samkeppni um Kerkez
   mið 21. maí 2025 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fór ungur til Sádi-Arabíu og snýr núna aftur til Evrópu
Gabri Veiga.
Gabri Veiga.
Mynd: EPA
Spænski miðjumaðurinn Gabri Veiga var á sínum tíma harðlega gagnrýndur fyrir að fara til Sádi-Arabíu bara 21 árs gamall þrátt fyrir áhuga frá stórum félögum í Evrópu.

Veiga er búinn að þéna vel í Sádi-Arabíu í tvö ár og hyggst núna snúa aftur til Evrópu.

Hann er í viðræðum við Porto sem endaði í þriðja sæti portúgölsku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu sem er að líða.

Fabrizio Romano segir að kaupverðið verði í kringum 16 til 17 milljónir evra, sem er talsvert minna en það sem Al-Ahli borgaði fyrir hann, 40 milljónir evra.

Þess má geta að Veiga var orðaður við Manchester City, Chelsea, Liverpool og Napoli áður en hann fór til Sádi-Arabíu.
Athugasemdir