Newcastle blandar sér í baráttu við Man Utd og Chelsea um Delap - Man City veitir Liverpool samkeppni um Kerkez
   mið 21. maí 2025 08:10
Elvar Geir Magnússon
Guardiola: Hætti ef hópurinn verður ekki minnkaður
Jack Grealish og Pep Guardiola.
Jack Grealish og Pep Guardiola.
Mynd: EPA
Pep Guardiola hefur hótað að hætta sem stjóri Manchester City ef félagið fækkar ekki í leikmannahópnum fyrir næsta tímabil.

Guardiola þurfti að skilja menn eftir utan hóps í 3-1 sigrinum gegn Bournemouth. Þeir Abdukodir Khusanov, Savinho, James McAtee, Claudio Echeverri og Rico Lewis voru allir utan hóps.

Flestir stjórar vilja hafa mikla breidd en Guardiola telur sig hafa of stóran hóp.

„Ég sagði við félagið að ég vil ekki svona stóran hóp. Ég vil ekki þurfa að skilja fimm eða sex leikmenn eftir í frystinum. Ég vil það ekki. Ég mun hætta. Hafið hópinn fámennari og þá mun ég vera áfram," sagði Guardiola.

„Það er vond staða fyrir sál mína að þurfa að segja leikmönnum að þeir geti ekki spilað. Um tíma vorum við í miklum vandræðum og vorum ekki með marga varnarmenn heila en svo komu menn til baka. Þetta getur ekki verið svona á næsta tímabili. Ég hef sagt félaginu það."

Guardiola hefur áður tjáð sig um að hann vilji frekar vinna með fámennari hópa og telur að það búi til betri liðsanda og tengingar milli manna. Auk þess auðveldi það þjálfun á æfingasvæðnu.
Athugasemdir
banner