Newcastle blandar sér í baráttu við Man Utd og Chelsea um Delap - Man City veitir Liverpool samkeppni um Kerkez
   mið 21. maí 2025 10:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ósammála Neville og velur fimm Man Utd menn í sameiginlegt lið
Bruno Fernandes var sá eini úr Man Utd sem Gary Neville valdi í liðið sitt.
Bruno Fernandes var sá eini úr Man Utd sem Gary Neville valdi í liðið sitt.
Mynd: EPA
Alan Shearer.
Alan Shearer.
Mynd: EPA
Alan Shearer, markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, hefur valið sitt sameiginlega byrjunarlið fyrir Manchester United og Tottenham.

Þessi tvö félög mætast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld en sigurliðið fer í Meistaradeildina. Það er í raun ótrúlegt þar sem Man Utd er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og Tottenham er sæti neðar.

Gary Neville sagði á dögunum að það kæmist aðeins einn leikmaður Man Utd í sameiginlegt lið með Tottenham; það væri Bruno Fernandes. Shearer er ekki sammála því og velur fimm leikmenn United.

Það er áhugavert að allir miðjumennirnir sem Shearer velur koma úr liði Man Utd.

Þá velur hann Dejan Kulusevski í fremstu víglínu en hann verður ekki með Tottenham í kvöld vegna meiðsla.

Sameiginlegt lið Man Utd og Tottenham að mati Shearer: Vicario, Udogie, Maguire, Van de Ven, Mazraoui, Casemiro, Kobbie Mainoo, Bruno Fernandes, Brennan Johnson, Kulusevski, Son.

Shearer segir að það sé nánast ómögulegt að spá í leik kvöldsins þar sem bæði lið hafi verið svo slök að undanförnu en hann telur Spurs ögn sigurstranglegri þar sem þeir hafi staðið sig vel gegn Man Utd á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner