Newcastle blandar sér í baráttu við Man Utd og Chelsea um Delap - Man City veitir Liverpool samkeppni um Kerkez
   mið 21. maí 2025 15:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool er ekki næsta félag De Bruyne
Kevin de Bruyne.
Kevin de Bruyne.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Miðjumaðurinn Kevin de Bruyne hefur útilokað það að ganga í raðir Liverpool.

Hann mun ekki fara í annað félag í ensku úrvalsdeildinni þegar samningur hans við Manchester City rennur út.

De Bruyne er goðsögn hjá Man City en hann mun finna sér annað félag í sumar.

Englandsmeistarar Liverpool hafa sýnt honum áhuga og hefur Mohamed Salah, stjarna liðsins, meðal annars sagt að það sé pláss fyrir De Bruyne hjá félaginu.

En næsta félag De Bruyne verður ekki á Englandi. Telegrah segir frá þessu.

Það er áhugi á hinum 33 ára gamla De Bruyne frá Napoli á Ítalíu og frá félögum á Bandaríkjunum.

De Bruyne kvaddi stuðningsmenn Man City í síðasta heimaleik sínum fyrir félagið í gær er liðið bar sigur úr býtum gegn Bournemouth.
Athugasemdir
banner