Wydad Casablanca frá Marokkó er að reyna að fá Cristiano Ronaldo á láni fyrir HM félagsliða. Ónefnt félag frá Brasilíu hefur einnig sýnt honum áhuga.
Búið er að stækka HM félagsliða upp í 32 lið og mun hún fara fram í Bandaríkjunum 15. júní til 13. júlí á þessu ári.
Búið er að stækka HM félagsliða upp í 32 lið og mun hún fara fram í Bandaríkjunum 15. júní til 13. júlí á þessu ári.
Tólf félög frá evrópska fótboltasambandinu taka þátt í keppninni. Það eru Real Madrid, Manchester City, Chelsea, Bayern München, PSG, Inter, Porto, Benfica, Borussia Dortmund, Juventus, Atletico Madrid og Red Bull Salzburg.
Lionel Messi mun taka þátt á mótinu með Inter Miami en það er spurning hvort Ronaldo verði með. Hann er sagður spenntur fyrir því. Félag hans, Al-Nassr í Sádi-Arabíu, er ekki á meðal þeirra liða sem taka þátt en Ronaldo gæti farið á láni á meðan mótinu stendur.
Það fyrsta sem Ronaldo þarf þó að fá á hreint er hvort hann verði áfram hjá Al-Nassr en samningur hans þar er að renna út.
Athugasemdir