Newcastle blandar sér í baráttu við Man Utd og Chelsea um Delap - Man City veitir Liverpool samkeppni um Kerkez
   mið 21. maí 2025 07:15
Elvar Geir Magnússon
Líkleg byrjunarlið Tottenham og Man Utd - Sögulega ísköld lið
Manchester United stuðningsmenn í Bilbao.
Manchester United stuðningsmenn í Bilbao.
Mynd: EPA
 Son Heung-min á æfingu Tottenham í gær.
Son Heung-min á æfingu Tottenham í gær.
Mynd: EPA
Tottenham og Manchester United mætast í kvöld í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Allar marmalakúlurnar eru undir en liðin keppast um að bjarga tímabilinu.

Aldrei áður í sögu Evrópukeppna hafa tvö lið sem hafa tapað eins mörgum leikjum á tímabilinu leikið til úrslita. Liðin eru í 16. og 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Liðið sem vinnur leikinn kemst í Meistaradeildina en aldrei hefur lið eins neðarlega í deildinni sinni komist í keppnina.

Talið er líklegt að Ange Postecoglou verði látinn fara frá Tottenham, sama hvernig úrslitin verða í kvöld. Á fréttamannafundi í gær virtist hann vera meðvitaður um örlög sín.

Þegar líkleg byrjunarlið eru skoðuð er hvað áhugaverðast hvernig Postecoglou mun stilla upp á miðsæðinu þar sem liðið er í erfiðum meiðslavandræðum.

Dejan Kulusevski, James Maddison, Lucas Bergvall, Timo Werner og Radu Dragusin eru allir á meiðslalista Tottenham og taka ekki þátt í kvöld.

Matthijs de Ligt, Leny Yoro, Joshua Zirkzee og Diogo Dalot eru að stíga upp úr meiðslum hjá Manchester United en ferðuðust allir til Bilbao.

Mögulegt byrjunarlið Tottenham:
Vicario;
Porro, Romero, Van de Ven, Udogie;
Sarr, Bissouma, Bentancur;
Johnson, Solanke, Son

Mögulegt byrjunarlið Manchester United:
Onana;
Lindelöf, Maguire, Yoro;
Mazraoui, Ugarte, Casemiro, Dorgu;
Diallo, Fernandes;
Höjlund

Leikur Tottenham og Manchester United hefst klukkan 19 í kvöld.
Athugasemdir
banner