Það er mjög svo áhugaverður leikur í kvöld þegar Manchester United og Tottenham, tvö af slökustu liðum ensku úrvalsdeildarinnar, mætast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.
Það er Meistaradeildarsæti undir, og jú auðvitað titill. Hvernig fer þetta? Við fengum nokkra álitsgjafa til að spá í spilin.
Það er Meistaradeildarsæti undir, og jú auðvitað titill. Hvernig fer þetta? Við fengum nokkra álitsgjafa til að spá í spilin.
Arnar Laufdal, samfélagsmiðlakóngur
2-2 og Tottenham vinnur í vítaspyrnukeppni
Þetta verður skemmtilegur leikur þar sem verður dramatík í venjulegum leiktíma. Það þarf að breyta þessum reglum með framlengingu og hafa bara 1x10 en nóg um það. Tottenham munu takast það ótrúlega að vinna titil eftir vítaspyrnukeppni og stuðningsmenn Tottenham munu syngja: „I’m loving big Ange instead." Hver hefði haldið það ?
Einar Guðnason, fótboltaþjálfari
2-1 fyrir Tottenham
Ég reikna með 2-1 sigri Tottenham í leiðinlegum leik. United kemur Tottenham yfir með sjálfsmarki frá einhverjum af þessu ungu og efnilegu leikmönnum United áður en Harry Maguire jafnar eftir horn sem Vicario hefði átt að ráða við en hann koðnar niður þegar hann sér Harry koma á ferðinni. Son skorar svo sigurmarkið alveg í lokin úr víti sem hann fiskar sjálfur með dýfu.
Haraldur Örn Haraldsson, fréttamaður á Fótbolta.net
2-1 fyrir Man Utd
Mér finnst hafa verið jákvæðari merki á lofti í leikjum United en Tottenham, þótt það sé eins og að finna jákvæðar hliðar á Hitler. Miðjan hjá Spurs er hrikaleg í þessum leik, sökum meiðsla, og Bruno mun eiga hana í kvöld. Hann setur eitt, og leggur upp annað á Maguire sem kemur með skalla mark. Tottenham minnkar muninn þegar lítið er eftir og þetta verður smá spennandi í lokin. Son er líklegur til að klúðra einum deddara í blálokin.
Hjálmar Örn Jóhannsson, skemmtikraftur
2-0 fyrir Tottenham
Þetta verður hörku leikur, Tottenham kemst snemma yfir með merki frá Solanke. 10 mín skalli eftir frábæra sendingu frá Udogie. Fernandes brennir af víti fyrir United og strax í næstu sókn þá skorar Son eða á 19 mín. Rautt spjald á 69 mín á Ugarte siglir þessu heim fyrir Tottenham og 26 major trophy er niðustaðan og beint í bikarskapápinn sem þarf núna að stækka!
Jóhann Páll Ástvaldsson, íþróttafréttamaður á RÚV
3-2 fyrir Man Utd eftir framlengingu
Mesti brasleikur allra tíma. Seiglan og reynslan hjá Casemiro siglir þessu heim fyrir United. 2-2 eftir venjulegan leiktíma en United skorar 3-2. Garnacho klúðrar tveimur deddurum en klaufskar einu inn. Bruno með hitt. Solanke og Porro með mörkin fyrir liðið sem má ekki lengur kalla bara Tottenham. Þannig Tottenham Hotspurs tapa því að Zirkzee skorar sigurmarkið í framlengingu. Ange tekur 14 mate í viðtali eftir leik og lofar titli á næsta ári
Jóhann Skúli Jónsson, Draumaliðið
Veistu það, ég er of neikvæður fyrir þennan leik til að vilja setja eitthvað niður á blað því innilega miður. Er að reyna að zena mig. Vonandi sýnirðu skilning.
Mate Dalmay, eigandi Fótbolta.net
3-2 fyrir Man Utd eftir framlengingu
Þetta verður rosalegur leikur. Tvö lið sem hafa neitað að spila fótbolta í deildinni í heilan mánuð. Þau hafa verið að spara krafta sína fyrir þennan eina leik fyrir Meistaradeildarsæti, snýst bara um það. Menn verða ekki fyrir vonbrigðum. Það verður 2-2 eftir venjulegan leiktíma og Harry Maguire stangar hann í netið í framlengingunni.
Athugasemdir