Newcastle blandar sér í baráttu við Man Utd og Chelsea um Delap - Man City veitir Liverpool samkeppni um Kerkez
   mið 21. maí 2025 12:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mun Vardy taka óvænt skref?
Jamie Vardy.
Jamie Vardy.
Mynd: EPA
Jamie Vardy er besti leikmaður í sögu Leicester en hann hefur skorað 200 mörk í 500 leikjum fyrir félagið. Hann var lykilmaður þegar Leicester varð óvænt Englandsmeistari fyrir nokkrum árum síðan.

En núna er hann að fara annað eftir tímabilið, hann verður samningslaus í sumar og róar þá á önnur mið.

Þessi reynslumikli sóknarmaður er orðaður við óvænt skref í Independent í dag en þar segir að bikarmeistarar Crystal Palace séu að horfa til hans.

Hinn 38 ára gamli Vardy er sagður spenntur fyrir því að leika áfram í ensku úrvalsdeildinni.

Vardy er aðeins fimm mörkum frá 150 mörkum í ensku úrvalsdeildinni en aðeins ellefu leikmenn hafa náð því.
Athugasemdir
banner