Newcastle blandar sér í baráttu við Man Utd og Chelsea um Delap - Man City veitir Liverpool samkeppni um Kerkez
   mið 21. maí 2025 11:32
Elvar Geir Magnússon
Stuðningsmenn Man Utd hittu Amorim í ræktinni á leikdegi
Amorim var mættur í ræktina.
Amorim var mættur í ræktina.
Mynd: X
Það er mikil spenna fyrir úrslitaleik Tottenham og Manchester United sem fer fram í kvöld. Liðin geta bjargað erfiðu tímabili með því að vinna sigur og tryggja sér þátttökurétt í Meistaradeildinni.

Tveir stuðningsmenn United sem eru mættir til Bilabo skelltu sér í ræktina í morgun og hittu þar sjálfan Rúben Amorim, stjóra Manchester United.

Amorim brosti þegar hann sat fyrir á mynd með þeim félögum. Þrátt fyrir erfitt tímabil hjá United er Amorim vinsæll meðal stuðningsmanna og er duglegur að gefa af sér.

Um 80 þúsund stuðningsmenn hafa ferðast til Spánar í leikinn þrátt fyrir að leikvangurinn tekur aðeins rúmlega 52 þúsund manns.
Athugasemdir
banner
banner