Um 70 þúsund stuðningsmenn Tottenham og Manchester United eru í Bilbao þar sem úrslitaleikur liðanna í Evrópudeildinni verður í kvöld klukkan 19.
Langflestir þeirra hafa verið til fyrirmyndar samkvæmt spænskum fjölmiðlum og stuðningsmenn liðanna hafa skemmt sér saman.
Langflestir þeirra hafa verið til fyrirmyndar samkvæmt spænskum fjölmiðlum og stuðningsmenn liðanna hafa skemmt sér saman.
Það hefur þó ekki gengið vandræðalaust því hópslagsmál brutust út í San Sebastían í gær en þar lentu stuðningsmenn Spurs og United saman og kalla þurfti á óeirðalögregluna.
Hnefahögg flugu á milli og hóparnir köstuðu ýmsu lauslegu í hvorn annan. Ein boltabullan tók upp borð og notaði það sem vopn.
Lögreglan var fljót að bregðast við og stöðva ólætin. Sjúkrabílar mættu á svæðið en enginn var þó fluttur á sjúkrahús.
VIDEO | Fight: Manchester United vs Tottenham Hotspur
— Antifa_Ultras (@ultras_antifaa) May 20, 2025
21.05.2025 pic.twitter.com/2ZlNrssz1g
Athugasemdir