Newcastle blandar sér í baráttu við Man Utd og Chelsea um Delap - Man City veitir Liverpool samkeppni um Kerkez
   mið 21. maí 2025 08:22
Elvar Geir Magnússon
Stuðningsmenn slógust á Spáni
Mynd: EPA
Um 70 þúsund stuðningsmenn Tottenham og Manchester United eru í Bilbao þar sem úrslitaleikur liðanna í Evrópudeildinni verður í kvöld klukkan 19.

Langflestir þeirra hafa verið til fyrirmyndar samkvæmt spænskum fjölmiðlum og stuðningsmenn liðanna hafa skemmt sér saman.

Það hefur þó ekki gengið vandræðalaust því hópslagsmál brutust út í San Sebastían í gær en þar lentu stuðningsmenn Spurs og United saman og kalla þurfti á óeirðalögregluna.

Hnefahögg flugu á milli og hóparnir köstuðu ýmsu lauslegu í hvorn annan. Ein boltabullan tók upp borð og notaði það sem vopn.

Lögreglan var fljót að bregðast við og stöðva ólætin. Sjúkrabílar mættu á svæðið en enginn var þó fluttur á sjúkrahús.


Athugasemdir
banner