Þýski þjálfarinn Hansi Flick hefur framlengt samning sinn við Spánarmeistara Barcelona til 2027.
Flick tók við Barcelona af Xavi á síðasta ári og náði frábærum árangri á fyrsta tímabili sínu.
Liðið vann La LIga og konungsbikarinn ásamt því að vinna Ofurbikarinn.
Börsungar unnu alla leiki sína gegn erkifjendunum í Real Madrid og komust í undanúrslit Meistaradeildarinnar þar sem liðið tapaði í stórskemmtilegu einvígi gegn Inter.
Samningur Flick átti að gilda út næstu leiktíð en hann hefur nú skrifað undir nýjan samning til 2027.
The show must go on
— FC Barcelona (@FCBarcelona) May 21, 2025
HANSI FLICK 2027 ?????? pic.twitter.com/U8u0cQFOKq
Athugasemdir