Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
banner
   mán 01. júní 2020 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lyle Taylor og tveir aðrir neita að spila fyrir Charlton
Lee Bowyer, knattspyrnustjóri Charlton í Championship-deildinni á Englandi, segir að þrír af leikmönnum félagsins neiti að spila þegar deildin hefst aftur.

Sagt var frá því í gær að Championship-deildin muni hefjast aftur 20. júní.

Charlton er í fallsæti, tveimur stigum frá öruggu sæti, en verður án þriggja leikmanna þegar keppnin hefst aftur. Þar á meðal er markahæsti leikmaður liðsins, Lyle Taylor, sem hefur skorað 11 deildarmörk á tímabilinu.

Taylor hefur sagt Bowyer frá því að hann sé ekki tilbúinn að taka áhættuna á því að meiðist. Samningur hans við Charlton rennur út í sumar og stefnir hann á að komast að hjá sterkara liði.

„Þrír af okkar leikmönnum segjast ekki ætla að spila. Það er erfitt fyrir mig og erfitt fyrir okkur," sagði Bowyer við Talksport.

Chris Solly, sem verður einnig samningslaus í sumar, ætlar ekki heldur að spila og það er sama sagan af David Davis, sem er í láni hjá Charlton frá Birmingham.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Middlesbrough 5 4 1 0 9 3 +6 13
2 Stoke City 5 4 0 1 9 3 +6 12
3 Bristol City 5 3 2 0 12 4 +8 11
4 Leicester 5 3 1 1 8 5 +3 10
5 West Brom 5 3 1 1 6 4 +2 10
6 Coventry 5 2 3 0 15 7 +8 9
7 Swansea 5 2 2 1 6 4 +2 8
8 Preston NE 5 2 2 1 6 5 +1 8
9 Norwich 5 2 1 2 7 6 +1 7
10 Portsmouth 4 2 1 1 4 3 +1 7
11 Birmingham 5 2 1 2 4 5 -1 7
12 QPR 5 2 1 2 9 12 -3 7
13 Millwall 5 2 1 2 4 7 -3 7
14 Ipswich Town 5 1 3 1 9 5 +4 6
15 Blackburn 5 2 0 3 5 5 0 6
16 Southampton 4 1 2 1 6 6 0 5
17 Watford 5 1 2 2 5 6 -1 5
18 Charlton Athletic 5 1 2 2 3 5 -2 5
19 Derby County 5 1 2 2 8 11 -3 5
20 Hull City 5 1 2 2 7 11 -4 5
21 Wrexham 5 1 1 3 8 10 -2 4
22 Oxford United 5 0 2 3 6 9 -3 2
23 Sheff Wed 5 0 1 4 3 12 -9 1
24 Sheffield Utd 5 0 0 5 1 12 -11 0
Athugasemdir