Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fim 01. júní 2023 22:34
Þorsteinn Haukur Harðarson
Ian Jeffs: Trúði ekki mínum eigin augum
Lengjudeildin
Ian Jeffs
Ian Jeffs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Ég er 100% sammála því að það er þessi 20-25 mínútna kafli í byrjun leiks sem kostar okkur leikinn í dag," sagði Ian Jeffs, þjálfari Þróttar, eftir 2-1 tap gegn Selfossi í kvöld. 


Lestu um leikinn: Selfoss 2 -  1 Þróttur R.

Þróttarar byrjuðu leikinn illa og voru lentir 2-0 undir eftir rúmar 20 mínútur. Seinna markið var ákaflega klaufalegt en þá varð leikmaður Þróttar fyrir því óláni að setja boltann í eigið net.

"Þetta seinna mark er bara algert bíó. Ég þarf að horfa á það aftur. Ég trúði ekki mínum eigin augum. Þetta er eitthvað sem á bara að gera í 7.flokki."

Eftir þessa döpru byrjun stigu Þróttarar upp og voru betri aðilinn seinni hluta leiksins. "Ég er ánægður með okkur frá svona 35. mínútu. Þá vorum við betra liðið. Þeir misstu mann af velli með rautt en mér fannst við yfirhöndina áður en það gerist. En fótbolti snýst um að skora mörk og halda sínu marki hreinu og við erum ekki að gera það nógu vel," segir þjálfarinn og bætir við. 

"Ég er bara mjög svekktur að hafa ekki náð í að minnsta kosti eitt stig í dag. Spilamennskan var góð en við vorum ekki að nýta færin. Svo fengum við á okkur þessi klaufamörk. Ég man ekki eftir öðrum færum frá Selfossi."


Athugasemdir
banner