Manchester United mun á næstu dögum - síðar í þessari viku - formlega hafa samband við Chelsea vegna miðjumannsins Mason Mount.
Þetta herma heimildir Sky Sports.
Þetta herma heimildir Sky Sports.
Mount er 24 ára gamall miðjumaður en hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum hjá Chelsea og er afar ólíklegt að hann framlengi við félagið. Chelsea hefur verið að reyna að framlengja við hann en viðræðurnar hafa ekki gengið vel. Chelsea þarf að selja eftir að hafa keypt inn fjölmarga leikmenn á síðustu mánuðum.
Mount er eftirsóttur af Arsenal og Liverpool en hann er sagður spenntastur fyrir því að fara til Man Utd, og er hann búinn að ná persónulegu samkomulagi við félagið.
Mount á að baki 36 A-landsleiki fyrir England og byrjaði hann í úrslitaleik Evrópumótsins sumarið 2021, þar sem Englendingar töpuðu fyrir Ítalíu.
Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist en núna er afar líklegt að Mount spili með Man Utd á næstu árin.
Athugasemdir