Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 08. maí 2025 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Beckham og Neville fara fyrir nýjum hópi á bak við Salford
Gary Neville.
Gary Neville.
Mynd: EPA
Félagarnir Gary Neville og David Beckham hafa tekið yfir fótboltafélagið Salford City sem er í ensku D-deildinni.

Þeir voru báðir hluti af eigendahópnum en leiða núna nýjan hóp sem tekur yfir félagið.

‘Class of 92’ hjá Manchester United keypti félagið fyrir nokkrum árum síðan og hefur rekið það ásamt viðskiptamanninum Peter Lim, en hann steig frá borði í fyrra.

Núna hafa Nicky Butt, Ryan Giggs, Phil Neville og Paul Scholes einnig selt sinn hlut í félaginu, en þeir verða áfram í hlutverkum hjá Salford þrátt fyrir það.

Núna fara Beckham og Neville fyrir nýjum hópi á bak við félagið en Beckham segir við The Athletic að stefnan sé að koma liðinu upp í Championship-deildina fljótlega.
Athugasemdir
banner
banner