Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 08. maí 2025 15:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Peningum vel varið hjá KR - „Það sé strax kominn áhugi erlendis frá"
Júlíus Mar Júlíusson.
Júlíus Mar Júlíusson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Snær Georgsson.
Halldór Snær Georgsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR borgaði í vetur 12,5 milljónir króna til þess að kaupa Halldór Snæ Georgsson og Júlíus Mar Júlíusson frá Fjölni.

Þessir efnilegu leikmenn hafa komið vel inn í KR og eru algjörir lykilmenn í þeim leikstíl sem Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins, vill spila.

Rætt var um þá tvo í Innkastinu á dögunum. „Þessi kaup kostuðu sitt en þrátt fyrir það er þessum peningi bara vel varið," sagði Elvar Geir Magnússon.

„Það virðist vera," sagði Valur Páll Eiríksson, stuðningsmaður KR og íþróttafréttamaður. „Það er rosalega skrítið að tala um varnarlínu KR. Dóri er búinn að vera frábær en hefur fengið á sig tíu mörk. Það er sama með Júlla, sem var frábær gegn Breiðabliki."

„Ég hef heyrt frá einhverjum í Vesturbænum sem tala um að Júlli geti mögulega farið út áður en tímabilið klárast. Það sé strax kominn áhugi erlendis frá."

„Mér þætti það ekki óeðlilegt," sagði Baldvin Már Borgarsson þá. „Júlli hefur miðjumannsgrunn og er frábær á boltann, og góður að bera hann upp. Hann er frábær karakter og það er blóðtengt hjá honum þar sem hann er bróðir Gumma Júl. Hann hefur allt. Það þarf ekki mikið til þess að KR fái á sig mörk. Halldór hefur pottþétt fengið á sig hæsta xG-ið í deildinni, en skemmtanagildið í KR-leikjunum er bara frábært."
Innkastið - Markaregn og málaliðar
Athugasemdir
banner