Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 08. maí 2025 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rodrygo í enska boltann?
Rodrygo.
Rodrygo.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það gætu orðið stórar breytingar hjá Real Madrid í sumar. Carlo Ancelotti mun að öllum líkindum láta af störum og er Xabi Alonso líklegastur til að taka við af honum.

Inn á vellinum er svo Trent Alexander-Arnold að mæta á svæðið frá Liverpool, en aftur á móti gæti kantmaðurinn Rodrygo verið á förum frá stórveldinu.

Samkvæmt Diario AS er Real Madrid opið fyrir því að leyfa Brasilíumanninum að fara.

Rodyrgo er samningsbundinn Madrídarstórveldinu til 2028 og er metinn á 100 milljónir evra.

Hjá Real Madrid fellur hann svolítið í skuggann á Vinicius og Kylian Mbappe en það er alveg á hreinu að þarna er frábær leikmaður á ferðinni.

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, er sagður mikill aðdáandi Rodrygo og þá hefur hann einnig verið orðaður Liverpool en það er spurning hvað leikmaðurinn gerir.
Athugasemdir
banner
banner