Thomas Frank, stjóri Brentford, vonast til að halda framherjunum Bryan Mbuemo og Yoane Wissa hjá félaginu á næsta tímabili.
Það er alveg ljóst að þessir tveir leikmenn verða eftirsóttir í sumar en Frank segir að þeir fari ekki ódýrt.
Það er alveg ljóst að þessir tveir leikmenn verða eftirsóttir í sumar en Frank segir að þeir fari ekki ódýrt.
„Ég vil að hann verði áfram, ég vil halda bestu leikmönnunum okkar," sagði Frank um Mbeumo.
„Við vitum öll að við erum félag sem selur leikmenn en Yoane og Bryan eru það góðir að það verður að vera mjög gott félag með mikla peninga sem kaupir þá."
„Þeir eru báðir með gríðarlega mikil gæði."
Athugasemdir